• Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

  Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“ en það lýsir sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun í hagkerfinu.

 • Framtíðarsýn í menntamálum - síðdegisfundur 9. október

  Fimmtudaginn 9. október næstkomandi munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fjalla um stöðu og stefnu í menntamálum á síðdegisfundi á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður kynnt ný útgáfa sem mun fjalla um sameiginlega sýn samtakanna á sóknarfæri í menntamálum.

 • Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

  Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera. Sala ríkiseigna og framvinda tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru meðal umræðuefna.

 • Viðskiptaráð Íslands 97 ára

  Í dag, 17. september 2014, eru 97 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands (áður Verslunarráð Íslands). Ráðið hefur starfað óslitið frá stofnun þess árið 1917 sem gerir það að einu elsta starfandi félagi landsins. Frá upphafi hefur ráðið verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs og tilgangur þess hefur alla tíð verið sá sami: Að vinna að hagsmunamálum atvinnulífsins, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og efla frjálsa verslun og framtak.

Fréttir

17.10.2014

Þrír nýir félagar

Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Cosmic Holding, Nox Medical og ORF Líftækni. Cosmic Holding flytur út ferskvatn frá Norðurlöndunum til hina ýmsu staða í heiminum þar sem þörf er á ferskvatni í miklu magni. Nox Medical framleiðir hátæknibúnað til rannsókna á svefntruflunum og er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði. ORF Líftækni hf. er nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim.

10.10.2014

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til síðdegisfundar um stöðu og stefnu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fóru fram bæði í erindum og pallborði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fundarstjóri, setti fundinn og bauð Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, velkominn í pontu. Í erindi sínu sagði Illugi ljóst að Ísland væri ekki að standa sig nægilega vel þegar litið væri til alþjóðlegra mælikvarða. Markmiðið væri að lífskjör á Íslandi eigi að vera eins og best verður á kosið en þá verði að vera til staðar menntakerfi sem er a.m.k. ekki síðra en í nágrannalöndunum.

06.10.2014

Kapp án forsjár hjá BSRB

Kapp án forsjár hjá BSRB

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði. BSRB hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu um að fullyrðingar Viðskiptaráðs um aukningu í fjölda stöðugilda hjá ríkinu séu rangar. Af því tilefni vill Viðskiptaráð benda á eftirfarandi atriði.

03.10.2014

Framtíðarsýn í menntamálum - síðdegisfundur 9. október

Framtíðarsýn í menntamálum - síðdegisfundur 9. október

Fimmtudaginn 9. október næstkomandi munu Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fjalla um stöðu og stefnu í menntamálum á síðdegisfundi á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður kynnt ný útgáfa sem mun fjalla um sameiginlega sýn samtakanna á sóknarfæri í menntamálum.

25.09.2014

Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

Ísland möguleg miðstöð alþjóðlegra gerðardóma

BBA-Legal, Fransk- íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) í samvinnu við Nordic Arbitration Centre og Viðskiptaráð Íslands héldu á dögunum morgunverðarfund þar sem franski prófessorinn Gilles, Cuniberti, hélt fyrirlestur um þau atriði sem efst eru á baugi í löggjöf um gerðardóma í Evrópu. Cuniberti fjallaði um nokkur atriði sem eru efst á baugi á sviði löggjafar um gerðardóma, s.s. hvað sé unnið með setningu nýrra laga um gerðardóma og varpaði fram þeirri spurningu hvort markmiðið með setningu nýrra laga væri að bæta lagaumhverfi fyrir ágreining milli íslenskra aðila eða að gera Ísland að áhugaverðu umdæmi fyrir alþjóðlegan gerðardómságreining.

18.09.2014

Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera. Sala ríkiseigna og framvinda tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru meðal umræðuefna.

Útgáfa og umsagnir

17.10.2014 | Skýrslur

Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“ en það lýsir sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun í hagkerfinu.

15.10.2014 | Umsagnir

Hagnýting internetsins og réttarvernd netnotenda

Hagnýting internetsins og réttarvernd netnotenda

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttarvernd netnotenda og leggur til að tillagan nái fram að ganga. Í tillögu atvinnuvegnanefndar er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp til að móta stefnu um að skapa Íslandi vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt því að verja réttindi netnotenda og gera nauðsynlegar lagabreytingar til að innleiða stefnuna.

14.10.2014 | Umsagnir

Efling lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Efling lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Viðskiptaráð telur hækkun á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum upp í 25% vera til bóta. Hækkun á heimildinni kann að vera til þess fallin að auka aðgengi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni.

10.10.2014 | Kynningar

Sóknarfæri í menntun

Sóknarfæri í menntun

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um stöðu og horfur í menntamálum á Íslandi, er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi Björns kom fram að menntamál eru einn stærsti málaflokkur hins opinbera og að Ísland verji meiri fjármunum en grannríkin í menntamál, fyrst og fremst á grunnskólastigi. Þrátt fyrir þetta erum við með næstlakasta árangur Norðurlandanna á grunnskólastigi og grunnskólarnir skila nemendum ekki nógu vel undirbúnum fyrir framhaldsskóla.

23.09.2014 | Kynningar

Innleiðing hagræðingartillagna

Innleiðing hagræðingartillagna

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera, er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi Björns kom fram að við brúun fjárlagahalla ríkissjóðs hafi hækkun skatttekna vegið þyngra en lækkun útgjalda. Þá hafi kostnaðaraðhaldið að meirihluta verið í formi samdráttar í fjárfestingum og viðhaldi, sem sé frestun á vandanum þar sem slíkur niðurskurður valdi auknum útgjaldaþrýstingi síðar meir.

23.09.2014 | Umsagnir

Breytingar á neyslusköttum og barnabótum

Breytingar á neyslusköttum og barnabótum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt og brottfall laga um vörugjöld. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Breytingar á neyslusköttum auka kaupmátt heimila um 0,4% að meðaltali. Kaupmáttaraukningin er mest fyrir tekjulægsta fjórðung heimila, eða um 0,5%. Þá auka breytingar á barnabótum ráðstöfunartekjur heimila um 0,1% af meðaltali.