• Að eyða eða ekki eyða?

  Vatnaskil hafa orðið í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg uppsveifla mun skapa verulegt svigrúm í opinberum rekstri á næstu árum. Ráðstöfun þessara fjármuna er eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið í dag.

 • The Icelandic Economy: ný útgáfa

  Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Í henni er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi og langtímahorfur í hagkerfinu.

 • Opið fyrir umsóknir um rannsóknastyrki

  Rannsóknasjóður Viðskiptaráðs Íslands er nú opinn fyrir styrkumsóknir. Sjóðurinn er nýr og veitir árlega styrki til einstaklinga vegna rannsókna og nýsköpunar tengdum framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs.

 • Skattar hækkuðu um 59 milljarða árið 2014

  Fjársýsla ríkisins hefur gefið út ríkisreikning fyrir árið 2014. Þar kemur fram að skatttekjur ríkissjóðs jukust verulega eða um 59 ma. kr. á milli ára. Þá jukust jafnframt útgjöld ríkissjóðs um 17 ma. kr. og vegur þar þyngst 8 ma. kr. hækkun launakostnaðar.

Fréttir

28.08.2015

Nýr félagi: Eik fasteignafélag

Nýr félagi: Eik fasteignafélag

Eik fasteignafélag er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið leggur áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.

27.08.2015

Úrslit International Chamber Cup

Úrslit International Chamber Cup

Árlegt golfmót Viðskiptaráðs og millilandaráðanna fór fram í gær á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta farandbikar og var það lið Bresk-íslenska viðskiptaráðsins sem hafði sigur.

26.08.2015

Fjármál hins opinbera í brennidepli

Fjármál hins opinbera í brennidepli

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í Morgunútgáfunni í dag og ræddi þar um nýja skoðun um fjármál hins opinbera. Fram kom að útlit er fyrir að ríkið geti nánast greitt upp skuldir sem urðu til við hrunið. Frosti sagði það engu að síður vera þannig að oft er erfitt að stýra hagkerfi í uppsveiflu.

19.08.2015

​Yfir 100 umsóknir um styrki úr Rannsóknasjóði

​Yfir 100 umsóknir um styrki úr Rannsóknasjóði

Umsóknarfrestur um styrki úr nýjum Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Íslands er nú liðinn. Alls bárust 127 styrkumsóknir frá fjölbreyttum hópi umsækjenda. Valnefnd Rannsóknarsjóðsins mun nú fara yfir umsóknirnar og ákvarða bæði upphæðir og fjölda styrkveitinga.

12.08.2015

Nýr félagi: Mjólkursamsalan

Nýr félagi: Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.

10.08.2015

Afgreiðsla lokuð föstudaginn 14. ágúst

Afgreiðsla lokuð föstudaginn 14. ágúst

Vakin er athygli á því að afgreiðsla Viðskiptaráðs verður lokuð föstudaginn 14. ágúst vegna starfsmannadags. Upprunavottorð verða afgreidd en þó verður ekki hægt að afhenda prentuð vottorð þennan dag.

Útgáfa og umsagnir

27.08.2015 | Greinar

Keynes á líka við á uppgangstímum

Keynes á líka við á uppgangstímum

Hagfræðingurinn John Maynard Keynes lagði helstu kenningar sínar fram fyrir tæpri öld síðan. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá eru áhrif Keynes mikil enn þann dag í dag.

25.08.2015 | Skoðanir

Að eyða eða ekki eyða?

Að eyða eða ekki eyða?

Vatnaskil hafa orðið í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg uppsveifla mun skapa verulegt svigrúm í opinberum rekstri á næstu árum. Ráðstöfun þessara fjármuna er eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið í dag.

10.08.2015 | Kynningar

Alþjóðageirinn á Íslandi

Alþjóðageirinn á Íslandi

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á nýsköpunarráðstefnunni „How Innovation and Talent attract capital“ er nú aðgengileg á vefnum. Kynningin fjallar um alþjóðageirann, þjóðhagslegar horfur og lykiláskoranir.

15.07.2015 | Kynningar

The Icelandic Economy: kynning

The Icelandic Economy: kynning

Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu um efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Í henni má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.

15.07.2015 | Skýrslur

The Icelandic Economy: ný útgáfa

The Icelandic Economy: ný útgáfa

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Í henni er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptum og efnahagslífi og langtímahorfur í hagkerfinu.

08.07.2015 | Greinar

Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ?

Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ?

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til.