• Uppselt á Viðskiptaþing 2016

  Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í þing. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.

 • Dagskrá Viðskiptaþings 2016

  Dagskrá Viðskiptaþings, sem haldið verður fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17, hefur nú verið opinberuð. Umræða um aukna framleiðni verða í forgrunni á þinginu og koma þátttakendur úr ýmsum áttum.

 • Skattbyrði fyrirtækja hvergi hærri

  Fjölmenni var á árlegum skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í dag. Í opnunarávarpi sínu fjallaði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu.

 • Ajay Royan og Amy Cosper aðalræðumenn Viðskiptaþings

  Aðalræðumenn Viðskiptaþings 2016 verða þau Ajay Royan, áhættufjárfestir í Silicon Valley, og Amy Cosper, ritstjóri tímaritsins Entrepreneur. Þau munu fjalla um áhrif tæknibreytinga og breytta viðskiptahátta á rekstrarumhverfi fyrirtækja og þær hugarfarsbreytingar sem stjórnendur þurfa að tileinka sér til að mæta þeim áskorunum sem því fylgir.

Fréttir

04.02.2016

Marel fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Marel fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Marel hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum eftir að hafa undirgengist úttekt á starfsháttum stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins. Íslenskum fyrirtækjum hefur staðið til boða að undirgangast slíka úttekt frá árinu 2011. Marel lauk úttektarferlinu í desember 2015 og telst nú fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ Iceland óska forsvarsmönnum Marel til hamingju með áfangann.

02.02.2016

Viðurkenningar Viðskiptaráðs veittar við brautskráningu frá HR

Viðurkenningar Viðskiptaráðs veittar við brautskráningu frá HR

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu laugardaginn 30. janúar. Í tilefni brautskráningarinnar hélt Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hátíðarræðu þar sem hann fjallaði um mikilvægi menntunar sem hornstein bættra lífskjara. Í kjölfar hátíðarræðunnar veitti Frosti verðlaun Viðskiptaráðs fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi.

28.01.2016

Uppselt á Viðskiptaþing 2016

Uppselt á Viðskiptaþing 2016

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í þing. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.

27.01.2016

Átta nýir félagar í Viðskiptaráði

Átta nýir félagar í Viðskiptaráði

Átta nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs og eru þeir eftirfarandi: Heilsumiðstöðin 108 Reykjavík / Hótel Ísland, Inter Medica, Íslensk-ameríska, Jakob Sigurðsson, Mentor, ReMake Electric, Trappa og True North. Viðskiptaráð býður ofangreinda aðila velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

20.01.2016

Auka þarf tengsl eftirlitsgjalda við kostnað

Auka þarf tengsl eftirlitsgjalda við kostnað

Rætt var við Mörtu Guðrúnu Blöndal, lögfræðing Viðskiptaráðs, í tengslum við umfjöllun Morgunblaðsins um dulda skattheimtu í formi eftirlitsgjalda og sekta. Í viðtalinu greinir Marta Guðrún frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs um kostnað sem fellur á íslensk fyrirtæki vegna opinbers eftirlits en ráðið telur að einungis eigi að innheimta gjöld fyrir eftirlit sem raunverulega fer fram og að ákvörðun um upphæð stjórnvaldssekta sé tekin af dómstólum.

18.01.2016

Vegna ábendingar frá Hagstofu Íslands

Vegna ábendingar frá Hagstofu Íslands

Greinin „Hvers vegna vill Viðskiptaráð sameina stofnanir?“ eftir Frosta Ólafsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, birtist í Morgunblaðinu þann 12. janúar síðastliðinn. Í greininni var borinn saman starfsmannafjöldi hagstofa í nokkrum ríkjum. Þann 16. janúar birtist í sama blaði grein eftir Ólaf Hjálmarsson, hagstofustjóra, þar sem fram komu athugasemdir Hagstofu Íslands við þær tölur sem fram komu í upphaflegu greininni.

18.01.2016

Dagskrá Viðskiptaþings 2016

Dagskrá Viðskiptaþings 2016

Dagskrá Viðskiptaþings, sem haldið verður fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17, hefur nú verið opinberuð. Umræða um aukna framleiðni verða í forgrunni á þinginu og koma þátttakendur úr ýmsum áttum.

Útgáfa og umsagnir

22.01.2016 | Umsagnir

Afnám samkeppnismats óskynsamlegt

Afnám samkeppnismats óskynsamlegt

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um opinber innkaup. Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við afnám svokallaðs samkeppnismats við framkvæmd útboða í gegnum miðlægar innkaupastofnanir í öðrum ríkjum. Að mati ráðsins er brýnt að halda inni ákvæði um að samkeppnismat fari fram og að slíkt mat verði rýnt af Samkeppniseftirlitinu hverju sinni. Telur ráðið að samkeppnismat sé forsenda þess að innkaupastefna hins opinbera taki tillit til heildaráhrifa útboðs í gegnum miðlæga innkaupastofnun á markaði og afkomu hins opinbera.

19.01.2016 | Umsagnir

Beinn fjárhagsstuðningur fremur en hækkun húsnæðisbóta

Beinn fjárhagsstuðningur fremur en hækkun húsnæðisbóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um húsnæðisbætur. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að hverfa frá núverandi áformum um hækkun húsnæðisbóta. Þess í stað telur ráðið að draga ætti úr slíkum stuðningi og taka fremur upp beinan fjárhagsstuðning sem einskorðast við efnaminni fjölskyldur.

19.01.2016 | Umsagnir

Fjölgun stuðningskerfa ekki til bóta

Fjölgun stuðningskerfa ekki til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um almennar íbúðir. Viðskiptaráð leggst gegn því að frumvarpið nái fram að ganga. Telur ráðið líklegt að auknir opinberir styrkir til nýbygginga og kaupa á húsnæði muni leiða til hækkunar á fasteignaverði og leigu sem skerðir hag þeirra sem eru kaupendur að íbúðum eða leigja á almennum markaði utan félagslega kerfisins. Jafnframt leggur ráðið til að Íbúðalánasjóður hætti alfarið nýjum lánveitingum og starfsemi og unnið verði að niðurlagningu stofnunarinnar.

14.01.2016 | Kynningar

Opinbert eftirlit: dulin skattheimta?

Opinbert eftirlit: dulin skattheimta?

Kynning Mörtu Guðrúnar Blöndal, lögfræðings Viðskiptaráðs, frá skattadegi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands er nú aðgengileg á vefnum. Í kynningunni kemur fram að ótekjutengd opinber gjöld fjármálafyrirtækja hafa þrefaldast frá árinu 2007.

17.12.2015 | Skoðanir

Sníðum stakk eftir vexti: 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana

Sníðum stakk eftir vexti: 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir það höldum við úti 182 ríkisstofnunum. Viðskiptaráð leggur til 30 tillögur um fækkun ríkisstofnana.

01.12.2015 | Greinar

Landflóttinn mikli?

Landflóttinn mikli?

Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé

26.11.2015 | Greinar

Krónan og kjörin

Krónan og kjörin

Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í liðinni viku. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir.