• Samantekt: á Ísland heima við mörk ruslflokks?

  Á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“, var rætt hvers vegna íslenska ríkið og bankarnir eru enn í neðsta þrepi fjárfestingarflokks lánshæfismatsfyrirtækjanna.

 • Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

  Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“ en það lýsir sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun í hagkerfinu.

 • Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

  Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera. Sala ríkiseigna og framvinda tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar voru meðal umræðuefna.

 • Viðskiptaráð Íslands 97 ára

  Í dag, 17. september 2014, eru 97 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands (áður Verslunarráð Íslands). Ráðið hefur starfað óslitið frá stofnun þess árið 1917 sem gerir það að einu elsta starfandi félagi landsins. Frá upphafi hefur ráðið verið sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs og tilgangur þess hefur alla tíð verið sá sami: Að vinna að hagsmunamálum atvinnulífsins, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og efla frjálsa verslun og framtak.

Fréttir

06.11.2014

Samantekt: á Ísland heima við mörk ruslflokks?

Samantekt: á Ísland heima við mörk ruslflokks?

Á árlegum peningamálafundi Viðskiptaráðs, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“, var rætt hvers vegna íslenska ríkið og bankarnir eru enn í neðsta þrepi fjárfestingarflokks lánshæfismatsfyrirtækjanna.

04.11.2014

Peningamálafundur 6. nóvember

Peningamálafundur 6. nóvember

Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þann 6. nóvember kl. 8.15-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“

31.10.2014

Menntun er hornsteinn efnahagsframfara

Menntun er hornsteinn efnahagsframfara

Menntakerfið mótar einstaklinga á margvíslegan hátt; byggir upp hagnýta hæfileika, leggur grunn að samfélagslegum viðmiðum, eflir tilfinningaþroska og styður við félagslega tengslamyndun. Á sama tíma er menntun grunnstoð verðmætasköpunar í hagkerfinu og styrkir getu þess til að mæta alþjóðlegri samkeppni. Menntun er því eitt stærsta samfélags- og efnahagsmál dagsins í dag.

17.10.2014

Þrír nýir félagar

Þrír nýir félagar

Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu: Cosmic Holding, Nox Medical og ORF Líftækni. Cosmic Holding flytur út ferskvatn frá Norðurlöndunum til hina ýmsu staða í heiminum þar sem þörf er á ferskvatni í miklu magni. Nox Medical framleiðir hátæknibúnað til rannsókna á svefntruflunum og er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði. ORF Líftækni hf. er nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni sem hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim.

10.10.2014

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Fullur salur og líflegar umræður um stefnu í menntamálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til síðdegisfundar um stöðu og stefnu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fóru fram bæði í erindum og pallborði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fundarstjóri, setti fundinn og bauð Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, velkominn í pontu. Í erindi sínu sagði Illugi ljóst að Ísland væri ekki að standa sig nægilega vel þegar litið væri til alþjóðlegra mælikvarða. Markmiðið væri að lífskjör á Íslandi eigi að vera eins og best verður á kosið en þá verði að vera til staðar menntakerfi sem er a.m.k. ekki síðra en í nágrannalöndunum.

06.10.2014

Kapp án forsjár hjá BSRB

Kapp án forsjár hjá BSRB

Viðskiptaráð stóð nýverið fyrir erindi á morgunverðarfundi um stöðu og horfur í ríkisfjármálum. Þar kom fram að rekstraraðlögun ríkisins frá efnahagshruni hafi að mestum hluta verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum í stað aðhalds í rekstrar- og launakostnaði. BSRB hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu um að fullyrðingar Viðskiptaráðs um aukningu í fjölda stöðugilda hjá ríkinu séu rangar. Af því tilefni vill Viðskiptaráð benda á eftirfarandi atriði.

Útgáfa og umsagnir

27.11.2014 | Umsagnir

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til trúfélaga

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til trúfélaga

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (endurbygging og viðhald kirkna). Með frumvarpinu er lagt til að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði endurgreiddur allur virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna við endurbyggingu og viðhald kirkna eða samkomuhúsa þar sem formlegar athafnir á vegum safnaðanna eða félaganna fara fram.

26.11.2014 | Umsagnir

Yfirskattanefnd - styttur málsmeðferðartími og gagnsæi

Yfirskattanefnd - styttur málsmeðferðartími og gagnsæi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um yfirskattanefnd. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að yfirskattanefnd taki við verkefnum ríkistollanefndar og ríkistollanefnd verði lögð niður.

21.11.2014 | Umsagnir

Tekjuskattsbreytingar

Tekjuskattsbreytingar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt. Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram: Frumvarpið kveður m.a. á um það að tilvísun til leiðbeininga OECD um milliverðlagningu verði felld brott.

11.11.2014 | Umsagnir

Frjáls smásala áfengis

Frjáls smásala áfengis

Viðskiptaráð styður frumvarp um frjálsa smásölu áfengis og leggur til að það verði samþykkt. Í umsögninni kemur fram að frjáls smásala áfengis auki atvinnufrelsi og bæti þar með lífskjör hérlendis.

05.11.2014 | Skoðanir

Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti?

Á ríkið að selja ilmvötn og sælgæti?

Íslenska ríkið rekur í gegnum Fríhöfnina ehf. eina umsvifamestu smásölu landsins. Verslunin nýtur opinberrar meðgjafar vegna undan-þágu frá tollum og virðisaukaskatti. Í gegnum þennan aðstöðumun hefur fríhafnarverslun ríkisins náð til sín verulegri markaðshlutdeild á innlendum smásölumarkaði, allt að þriðjungi í stórum vöruflokkum.

28.10.2014 | Umsagnir

Innleiðing rafrænnar fyrirtækjaskrár

Innleiðing rafrænnar fyrirtækjaskrár

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög í tengslum við innleiðingu rafrænnar fyrirtækjaskrár. Viðskiptaráð tekur undir markmið frumvarpsins um einföldun á regluverki atvinnulífsins.