• Dagskrá Viðskiptaþings 2015

  Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“

 • Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

  Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

 • Yfir 70 umsóknir um námsstyrki

  Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Rúmlega 70 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 12 löndum víðsvegar um heiminn. 

 • Viðskiptaráð opnar í Borgartúni

  Viðskiptaráð Íslands opnar skrifstofur sínar á nýju ári föstudaginn 2. janúar kl. 9.00 í Borgartúni 35, 5. hæð.

Fréttir

28.01.2015

Nýr félagi: CATO lögmenn

Nýr félagi: CATO lögmenn

Enn bætist í félagatal Viðskiptaráðs og hafa CATO lögmenn nú gerst aðilar að ráðinu. CATO lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og hafa mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra.

22.01.2015

Nýr félagi

Nýr félagi

Á nýju ári hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hefur CP Reykjavík gerst aðili að ráðinu. CP Reykjavík er þjónustufyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda aðila.

22.01.2015

Hagnýt nálgun gagnvart áskorunum í íslensku efnahagslífi

Hagnýt nálgun gagnvart áskorunum í íslensku efnahagslífi

Í viðtali í Morgunblaðinu ræddi Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, þær miklu áskoranir sem framundan eru í íslensku efnahagslífi. Frosti sagði efnahagsstöðugleikann brothættan og að aflétta þurfi gjaldeyrishöftum, ná stöðugleika á vinnumarkaði og taka á rekstri hins opinbera.

20.01.2015

Veistu hvernig skattkerfið er á Íslandi?

Veistu hvernig skattkerfið er á Íslandi?

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs , var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um skattkerfið á Íslandi. Í viðtalinu kom fram að tekjur hins opinbera skiptist í skatta á vinnu, neyslu og fjármagn.

19.01.2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015

Dagskrá Viðskiptaþings 2015 hefur verið birt en í ár ber þingið heitið „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“

13.01.2015

Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

Skattadagurinn: fjölbreytt erindi

Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins fór fram fyrir fullu húsi á Grand Hóteli Reykjavík í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fór í opnunarerindi sínu yfir þær breytingar sem hafa orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Útgáfa og umsagnir

16.01.2015 | Staðreyndir

Staðreyndir um skattkerfið

Staðreyndir um skattkerfið

Þann 15. janúar var birt viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í nýjum þætti í Ríkisútvarpinu sem ber heitið Ferð til fjár. Í viðtalinu kom fram að Kári telji skattkerfið hérlendis ekki nógu réttlátt. Hann greiði 20% fjármagnsskatt af arði eigna sinna á sama tíma og einstaklingur með 375 þúsund kr. í mánaðarlaun greiði 40% tekjuskatt af launum sínum.

13.01.2015 | Kynningar

Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga

Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, af Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins, er nú aðgengileg hér á vefnum. Í erindi sínu ræddi Frosti um skattstofna sveitarfélaga og sagði hlutdeild og umfang sveitastjórnarstigsins í skattheimtu hafa aukist á undanförnum árum.

20.12.2014 | Staðreyndir

Afruglaðar staðreyndir um RÚV

Afruglaðar staðreyndir um RÚV

Umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins (RÚV) fer hátt þessa dagana. Þannig mætti ætla, miðað við endurteknar yfirlýsingar stjórnar og stjórnenda stofnunarinnar, að nýsamþykkt fjárlög marki vatnaskil í starfsemi RÚV. Nýverið birti síðan vef- og nýmiðlastjóri RÚV samantektina „11 staðreyndir um RÚV“ sem ætlað er að renna stoðum undir þá afstöðu.

19.12.2014 | Greinar

Náttúrupassinn snýst um fleira en peninga

Náttúrupassinn snýst um fleira en peninga

Fyrstu viðbrögð við frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa hafa almennt verið gagnrýnin og tilfinningahlaðin. Það er skiljanlegt að frumvarpið veki sterk viðbrögð, enda er gott aðgengi að íslenskri náttúru grundvallarmál fyrir flesta sem hér búa. Að því sögðu munu náttúruperlur áfram liggja undir skemmdum ef ekki verður ráðist í breytingar á umgjörð ferðamannastaða á Íslandi.

27.11.2014 | Umsagnir

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til trúfélaga

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til trúfélaga

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (endurbygging og viðhald kirkna). Með frumvarpinu er lagt til að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði endurgreiddur allur virðisaukaskattur sem greiddur hefur verið af vinnu manna við endurbyggingu og viðhald kirkna eða samkomuhúsa þar sem formlegar athafnir á vegum safnaðanna eða félaganna fara fram.

26.11.2014 | Umsagnir

Yfirskattanefnd - styttur málsmeðferðartími og gagnsæi

Yfirskattanefnd - styttur málsmeðferðartími og gagnsæi

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um yfirskattanefnd. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að yfirskattanefnd taki við verkefnum ríkistollanefndar og ríkistollanefnd verði lögð niður.